Ísland mætir Úkraínu í úrslitum EM-umspilsins klukkan 19:45 í Wroclaw í Póllandi í kvöld.
Íslenska liðið vann Ísrael, 4-1, í undanúrslitum á meðan Úkraína lagði Bosníu og Hersegóvínu að velli, 2-1, eftir magnaða endurkomu á lokamínútunum.
Eðlilega er mikil spenna fyrir leiknum en íslenska karlalandsliðið á möguleika á því að komast á EM í annað sinn, en fyrsta skiptið var á EM 2016.
Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
U21 árs landsliðið spilar þá við Tékkland í undankeppni Evrópumótsins en sá leikur hefst klukkan 16:30 og fer fram ytra.
Leikir dagsins:
Landslið karla - EM 2024 umspil
19:45 Úkraína-Ísland (Tarczynski Arena Wroclaw)
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
16:30 Tékkland-Ísland (Malsovicka Arena)
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir