Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 26. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Úkraína farið sjö sinnum í umspil en einungis unnið einu sinni
Icelandair
Úkraína er oft í basli í umspilinu
Úkraína er oft í basli í umspilinu
Mynd: EPA
Úkraína og umspil er tvennt sem helst ekki beint í hendur en liðið hefur farið sjö sinnum í umspil og aðeins einu sinni komist á Evrópumótið í gegnum umspilið.

Fyrir HM 1998 komst Úkraína í umspil en tapaði fyrir Króatíu í tveggja leikja rimmu.

Tveimur árum síðar komst þjóðin í umspil gegn Slóveníu um laust sæti á Evrópumótið, en aftur tapaði Úkraína í umspilinu, 3-2.

Þýskaland sópaði þeim þá úr umspilinu fyrir HM 2002 með öflugum 4-1 sigri þar sem Michael Ballack, fyrrum leikmaður Bayern München og Chelsea, skoraði tvö mörk.

Átta árum síðar mætti liðið Grikklandi í umspili fyrir HM 2010 og þar komið enn eitt tapið eftir tveggja leikja rimmu. Grikkir unnu það einvígi samanlagt, 1-0, Dimitris Salpigidis var hetja Grikkja.

Árið 2013 var Úkraína hársbreidd frá því að kasta Frökkum úr umspilinu fyrir HM 2014. Liðið vann fyrri leikinn 2-0 en Frakkar komu sterkir í þeim síðari og unnu hann 3-0.

Aðeins einu sinni hefur Úkraína unnið umspilið en það var fyrir EM 2016. Þá náði liðið að hefna sín gegn Slóvenum, sem komu í veg fyrir að Úkraína kæmist á EM 2000. Að þessu sinni vann Úkraína einvígið 3-1.

Síðasta umspil sem Úkraína tók þátt í var fyrir HM í Katar en þá tapaðist einvígið gegn Wales eftir mark Gareth Bale á 34. mínútu.

Tölfræðin segir okkur alla vega að Ísland er í ágætis séns á að komast á EM í Þýskalandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner