Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 16:04
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fram og Breiðabliks: Aron Bjarna og einn 15 ára byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 17:00 hefst leikur Fram og Breiðabliks í Bestu deildinni. Bæði lið eru ofarlega í töflunni og aðeins þrjú stig skilja liðin að. Svo það má búast við hörkuleik á eftir. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Framarar mættu Skagamönnum á heimavelli í seinustu umferð en þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn þeim gulklæddu. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Þeir Haraldur Einar og Magnús Þórðarson koma úr liðinu fyrir þá Viktor Bjarka Daðason og Alex Frey Elísson. Viktor er einungis 15 ára gamall.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum á Stjörnunni í seinustu umferð Bestu deildarinnar. Aron Bjarnason kemur inn í liðið fyrir Kristinn Steindórsson. 


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
16. Viktor Bjarki Daðason
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
Athugasemdir
banner
banner
banner