Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 02. apríl 2025 09:25
Elvar Geir Magnússon
Beðið frétta af meiðslum Gabriel
Mynd: EPA
Í sama leik og Bukayo Saka skoraði í endurkomu sinni eftir meiðsli varð Arsenal fyrir áfalli þegar miðvörðurinn Gabriel fór meiddur af velli. Beðið er frétta af meiðslum hans.

Gabriel meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í 2-1 sigri Arsenal gegn Fulham í gær. Í næstu viku er fyrri leikur Arsenal gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Arsenal þekkir svipuð meiðsli, tímabili Kai Havertz lauk vegna svona meiðsla og Saka var frá í 101 dag.

Það eru vandræði varnarlega hjá Arsenal. Hollenski landsliðsmaðurinn Jurrien Timber þurfti að fara af velli gegn Fulham með hnémeiðsli og þá gátu Ben White og Riccardo Calafiori ekki verið með í leiknum vegna hnévandræða.
Athugasemdir
banner
banner