Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin á EM: Átta breytingar hjá Portúgal
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Portúgal er komið áfram úr F-riðli en Roberto Martinez þjálfari liðsins gerir átta breytingar á liðinu sem mætir Georgíu í dag.


Aðeins Cristiano Ronaldo, Joao Palhinha og Diogo Costa halda sæti sínu.

Leikmenn á borð við Diogo Dalot, Joao Neves, Joao Felix og Pedro Neto koma inn í liðið. Takist Georgíu að vinna getur liðið komist áfram upp úr 3. sætinu.  Fjórar breytingar eru á liði Georgíu.

Í hinum leik riðilsins mætast Tyrkir og Tékkar en Tyrkland er í betri stöðu með 3 stig en Tékkland aðeins með eitt stig og þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Patrick Schick dettur út úr liði Tékka þrátt fyrir að skora mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Georgíu. Arda Guler er mættur aftur í lið Tyrklands eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Portúgal.

Portúgal: Costa; Dalot, Danilo, Silva, Inacio; Palhinha, J. Neves; Conceicao, Felix, Neto; Ronaldo.

Georgía: Mamardashvili; Gvelesiani, Kashia, Lochoshvili; Kakabadze, Chakvetadze, Kochorashvili, Kiteishvili; Mikautadze, Kvaratskhelia.

Tékkaland: Stanek, Holes, Hranac, Krejci, Coufal, Soucek, Provod, Jurasek, Chytil, Barak, Hlozek.

Tyrkland: Gunok, Muldur, Akaydin, Demiral, Kadioglu, Yuksek, Ozcan, Guler, Calhanoglu, Yildiz, Yilmaz.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner