PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla frá næsta árið - Agla María slapp aðeins betur
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Breiðabliks, verður ekkert meira með á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband.

Olla, eins og hún er alltaf kölluð, þarf að fara í aðgerð og verður líklega frá fótbolta í um eitt ár.

Þetta eru afar leiðinleg tíðindi fyrir Ollu, Breiðablik og íslenska landsliðið.

Olla, sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið, fór meidd af velli í tapinu gegn Víkingi á dögunum. Agla María Albertsdóttir fór einnig meidd af velli í þeim leik.

Agla María er með skaddað liðband og verður frá næstu sex til átta vikurnar.

Það er líka högg fyrir Breiðablik sem er á toppi Bestu deildarinnar með jafnmörg stig og Valur.
Athugasemdir
banner
banner