PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
banner
   fös 28. júní 2024 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Logi með hæstu einkunn - Daníel Tristan snéri aftur
Logi Tómasson er að spila vel í Noregi
Logi Tómasson er að spila vel í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Tristan er að koma til baka
Daníel Tristan er að koma til baka
Mynd: Malmö
Logi Tómasson, leikmaður Strömgodset í Noregi, fékk hæstu einkunn í liði sínu er það gerði markalaust jafntefli við Brann í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Víkingurinn var öflugur í vængbakverðinum hjá Strömsgodset og fékk 7,8 í einkunn á FotMob.

Hann hefur verið með bestu mönnum Strömsgodset á tímabilinu og vakið áhuga fjölda liða í stærri deildum.

Logi lék allan leikinn í kvöld en hann og félagar hans sitja í 6. sæti með 18 stig.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund sem gerði 1-1 jafntefli við Odd. Kristiansund er í 9. sæti með 14 stig.

Oskar Sverrisson lék allan leikinn fyrir Varberg sem tapaði fyrir Helsingborg, 1-0, í sænsku B-deildinni. Varberg er í 10. sæti með 15 stig.

Daníel Tristan snéri aftur á völlinn

Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö, snéri aftur á völlinn eftir að hafa gengið í gegnum meiðsli síðasta árið.

Fyrir ári síðan lék hann sinn fyrsta leik fyrir Malmö er það mætti Degerfors, en var ekki meira með eftir það.

Daníel er nú mættur aftur en hann lék síðustu fimm mínúturnar í 2-0 sigri Malmö á Lyngby í æfingaleik í dag.

Malmö mætir Halmstad í sænsku deildinni þann 7. júlí og verður Daníel vonandi mættur í leikmannahópinn í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner