Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Benni McCarthy hættir hjá Man Utd
Mynd: Twitter/Fabrizio Romano
Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy er á förum frá Manchester United en hann hefur starfað sem þjálfari hjá félaginu síðustu tvö ár. Þetta kemur fram á Athletic.

McCarthy var ráðinn eftir að Erik ten Hag tók við stjórastöðunni á Old Trafford.

Hann var einn af aðstoðarmönnum Ten Hag en hann sá meðal annars um þjálfun á framherjum liðsins.

Samningur hans hjá United rennur út um helgina en hann vill róa á önnur mið og mun því ekki framlengja. McCarthy aftur verða aðalþjálfari en áður þjálfaði hann í heimalandi sínu.

Ten Hag hefur þegar farið í það að finnna mann í stað McCarthy og í stað Eric Ramsay sem yfirgaf United og fór til Minnesota United í febrúar.

United er í viðræðum við Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmann félagsins, en hann þjálfaði síðast lið PSV Eindhoven. Rene Hake, þjálfari Willums Þór Willumssonar í Go Ahead Eagles, mun koma með Nistelrooy til United.
Athugasemdir
banner
banner
banner