Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 23:48
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Sjöundi sigur Hauka - Einherji skoraði fimm
Haukar unnu sjöunda leik sinn í sumar
Haukar unnu sjöunda leik sinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Haukar eru með fjögurra stiga forystu í efsta sæti 2. deildar kvenna eftir að hafa unnið 3-1 sigur á ÍH í kvöld.

Halla Þórdís Svansdóttir gerði tvö mörk á rúmri mínútu og þá gerði Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, þriðja mark liðsins.

Hún er með 14 mörk í 8 leikjum til þessa en Haukar eru nú með 22 stig, fjórum meira en Völsungur sem á leik inni.

Einherji vann á meðan góðan 5-1 útisigur á Smára. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Einherja en í þeim síðari skoraði liðið þrjú mörk og tryggði sér öruggan sigur. Einherji er í 4. sæti með 16 stig en Smári í 11. sæti með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Smári 1 - 5 Einherji
0-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('24 )
0-2 Sarai Vela Menchon ('31 )
1-2 Kristín Inga Vigfúsdóttir ('45 )
1-3 Coni Adelina Ion ('58 )
1-4 Lilja Björk Höskuldsdóttir ('81 )
1-5 Bernadett Viktoria Szeles ('87 )

ÍH 1 - 3 Haukar
0-1 Halla Þórdís Svansdóttir ('20 )
0-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('21 )
1-2 Aldís Tinna Traustadóttir ('54 )
1-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('72 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 8 7 1 0 42 - 12 +30 22
2.    Völsungur 8 7 0 1 33 - 3 +30 21
3.    KR 7 5 2 0 25 - 6 +19 17
4.    Einherji 8 5 1 2 21 - 10 +11 16
5.    KH 8 5 1 2 16 - 11 +5 16
6.    ÍH 8 5 0 3 39 - 19 +20 15
7.    Fjölnir 7 4 0 3 24 - 12 +12 12
8.    Augnablik 7 3 0 4 17 - 18 -1 9
9.    Sindri 8 2 1 5 13 - 42 -29 7
10.    Álftanes 7 1 1 5 13 - 25 -12 4
11.    Smári 7 0 1 6 5 - 31 -26 1
12.    Dalvík/Reynir 7 0 1 6 8 - 37 -29 1
13.    Vestri 8 0 1 7 4 - 34 -30 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner