PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
West Ham gæti horft annað vegna verðmiðans á Kilman
Mynd: EPA
Wolves neitar að lækka 45 milljóna punda verðmiðann á Maximilian Kilman og West Ham er farið að hugsa um að snúa sér að öðrum mögulegum styrkingum í vörnina.

Julen Lopetegui nýr stjóri West Ham hefur áhuga á Kyle Walker-Peters bakverði Southampton en hefur sett það í forgang að kaupa miðvörð.

Úlfarnir segjast ekki undir neinni pressu á að selja Kilman, sem er fyrirliði félagsins, og höfnuðu 30 milljóna punda tilboði frá West Ham.

Guardian segir að West ham vilji ekki borga meira en 35 milljónir punda fyrir Kilman en Lopetegui þekkir hann vel frá því að hann stýrði Wolves. Viðræðunum sé ekki algjörlega lokið en West Ham sé tilbúið að horfa á aðra kosti.
Athugasemdir
banner
banner