PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 10:46
Elvar Geir Magnússon
Luiz og Godfrey í læknisskoðun áður en þeir skipta til Ítalíu
Douglaz Luiz.
Douglaz Luiz.
Mynd: EPA
Douglas Luiz miðjumaður Aston Villa hefur lokið við læknisskoðun hjá Juventus en hún var framkvæmd í Bandaríkjunum.

Luiz er í Bandaríkjunum að spila með Brasilíu á Copa America.

Ítalska stórliðið hefur gert áhugavert samkomulag við Aston Villa. Enzo Barrenechea og Samuel Iling-Junior fara til Villa í skiptum auk þess sem Juve borgar 25 milljónir evra.

Þá kom varnarmaðurinn Ben Godfrey til Ítalíu í morgun til að gangast undir læknisskoðun hjá Atalanta. Atalanta kaupir Godfrey á um 10 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner