PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Yamal stendur sig vel í heimanáminu á EM - Náði prófunum
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Lamine Yamal ungstirni spænska landsliðsins er að standa sig vel í heimanáminu á EM. Þessi sextán ára magnaði strákur hefur sýnt snilli sína í boltanum á mótinu.

Hann er líka duglegur í skólanum en fyrir mótið var fjallað um að hann hefði tekið heimanámið sitt með sér á mótið.

Cadena Cope greinir frá því að Yamal hafi náð prófunum en hann hefur verið að læra í frítíma sínum á mótinu.

Yamal býr yfir miklum hæfileikum og Ferran Torres, liðsfélagi hans, sagði í gríni að það ætti að setja hann í bann fyrir hvað hann sé að gera aðeins sextán ára gamall.

Spánn mætir Georgíu í 16-liða úrslitum EM á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner