PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Joselu til Al-Gharafa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Joselu er genginn til liðs við Al-Gharafa í Katar en hann kemur til félagsins frá Evrópumeisturum Real Madrid.

Joselu eyddi síðasta tímabili á láni hjá Real Madrid frá Espanyol en hann gerði 17 mörk í öllum keppnum og skoraði meðal annars tvö dýrmæt mörk í undanúrslitum Meistaradeildarinn gegn Bayern München.

Real Madrid virkjaði 1,5 milljóna evra kaupákvæði í samningi leikmannsins en seldi hann beint til Al-Gharafa í Katar.

Spánverjinn er 34 ára gamall og er þessa stundina staddur með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner