Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Lyon reynir að kaupa tvo leikmenn frá Forest
Orel Mangala
Orel Mangala
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon er í viðræðum við Nottingham Forest um kaup á þeim Orel Mangala og Moussa NIakhate.

Mangala er belgískur landsliðsmaður sem kom til Forest frá Stuttgart fyrir tveimur árum, en hann eyddi síðari hluta síðustu leiktíðar á láni hjá Lyon.

Lyon er að ganga frá viðræðum við Forest um kaup á Mangala en hann mun kosta franska félagið um 20 milljónir punda.

Þá er félagið einnig að ræða við Forest um franska varnarmanninn Moussa Niakhate. Enska félagið vill fá svipaða upphæð fyrir miðvörðinn sem lék 21 leik fyrir Forest á síðustu leiktíð.

Staðan er þannig að Forest þarf að selja leikmenn fyrir sunnudag til að tryggja það að félagið brjóti ekki fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner