PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
banner
   fös 28. júní 2024 22:45
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var 50/50 í rauninni. Bæði lið fá færi og auðvelt að gera mistök. Völlurinn var þurr, og gras, og það er erfitt fyrir bæði lið að spila einhvern ákveðinn fótbolta. Þetta var 50/50 og datt þeirra megin," sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson sóknarmaður Vals eftir 3 - 2 tap gegn ÍA í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

Þó það hafi verið sól og 12 stiga hiti var nokkuð stífur vindur á annað markið. Var það að trufla Valsmenn eitthvað?

„Nei, ekkert þannig. Við vorum með smá meðvind í fyrri hálfleik og mótvind í seinni. Við spilum á ákveðinn hátt með vindi og öðruvísi á móti. Það er sama fyrir bæði lið."

Valur byrjaði báða hálfleika leiksins mjög vel og voru mikið betri framan af þeim.

„Patrik skorar og mér var sagt að það hafi ekki verið rangstaða og þá hefði verið 1-0. En svo skorum við og í stöðunni 1-0 fékk ég færi og leikurinn hefði breyst ef við hefðum klárað það. Við erum samt að gefa ódýr mörk og færi á okkur eftirá og þegar þeir skora þá koðnum við niður. Því fór sem fór."

Fannst þér þetta bara ekki nógu gott hjá ykkur eða voru skagamenn svona erfiðir?

„Þetta var ekkert frábært hjá okkur nei. Þetta er samt leikur sem mér finnst ég eigi að geta klárað miðað við að skora tvö mörk og fá færi til að skora fleiri. Þeir eru með fínt lið, þeir eru í 4. sætin og vita sín hlutverk. Þeir spila vel upp á sína styrkleika. Mér fannst við samt eiga að gera töluvert betur í dag."

Nánar er rætt við Tryggva í spilaranum að ofan. Aðspurður hvort það hafi truflað Valsmenn mikið að missa Orra Sigurð Ómarsson og Jónatan Inga Jónsson meidda af velli snemma í leiknum sagði hann:

„Já eitthvað, en við erum með fínasta hóp. Þeir hafa báðir verið frábærir fyrir okkur í allt sumar og það er missir af þeim. Elli kemur inn fyrir Orra og skorar og Adam er virkilega góður leikmaður líka. Við eigum alveg að geta leyst þetta þó það séu nokkrir leikmenn í burtu."
Athugasemdir
banner
banner
banner