PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid kaupir Joselu en ætlar samt að selja hann til Katar
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur ákveðið að virkja kaupákvæði í lánssamningi hins stóra og stæðilega Joselu en það greiðir Espanyol 1,5 milljónir evra til að gera skiptin varanleg.

Madrídingar fengu Joselu fyrir síðustu leiktíð á láni en honum var ætlað að bólstra sóknarlínuna eftir að Karim Benzema fór til Sádi-Arabíu.

Joselu reyndist Madrídingum mikilvægur. Hann gerði 17 mörk í öllum keppnum og skoraði meðal annars tvö mikilvæg mörk gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Á dögunum var greint frá því að Al-Gharafa í Katar væri í viðræðum við Joselu.

Samningur hans við Espanyol gildir samt sem áður til 2025 og hefði Al-Gharafa því þurft að greiða háa upphæð til að fá hann lausan.

Cadena SER greinir frá því í staðinn hafi Real Madrid virkjað kaupákvæðið í lánssamningnum og mun síðan selja hann til Al-Gharafa fyrir sömu upphæð.

Real Madrid kemur því út á núlli og gerir Al-Gharafa og Joselu stóran greiða í leiðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner