Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Kean á leið til Fiorentina
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Moise Kean er á leið til Fiorentina frá Juventus en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á X.

Kean, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Juventus og varð yngsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann kom inn af bekknum í 3-0 sigri á Pescara fyrir átta árum.

Hann lék með Everton og Paris Saint-Germain áður en hann snéri aftur til Juventus árið 2021.

Þar hefur hann spilað síðustu tímabil en hann er nú aftur á förum frá uppeldisfélaginu.

Romano greinir frá því að Fiorentina hafi náð samkomulagi við Juventus um kaup á Kean. Kaupverðið er 15 milljónir evra, en gæti hækkað upp í 18 milljónir ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Á síðasta tímabili spilaði Kean 20 leiki fyrir Juventus en tókst ekki að komast á blað.
Athugasemdir
banner
banner
banner