PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Napoli fundaði með Kvaratskhelia í Þýskalandi
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli
Mynd: Getty Images
Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli á Ítalíu, flaug til Þýskalands á dögunum til að funda með georgíska landsliðsmanninum Kvicha Kvaratskhelia.

Fjölskylda Kvaratskhelia hefur verið hávær varðandi framtíð vængmannsins, en faðir hans sagði að hann vildi að sonur sinn færi frá Napoli í sumar.

Ítalska félagið ætlar að halda honum og flaug De Laurentiis sérstaklega til Þýskalands til að ræða við leikmanninn.

Kvaratskhelia er með Georgíu á Evrópumótinu en De Laurentiis var nokk sama um það. Umboðsmaður Kvaratskhelia var viðstaddur ásamt umbjóðanda sínum til að ræða nýjan samning, en það kemur ekki til greina að selja hann.

Napoli sér Kvaratskhelia sem lykilmann undir stjórn Antonio Conte, sem tók við liðinu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner