PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 11:08
Elvar Geir Magnússon
Fjölskyldumeðlimir urðu fyrir bjórglösum úr öllum áttum
Öryggisvörður fjarlægir bjórglös af vellinum.
Öryggisvörður fjarlægir bjórglös af vellinum.
Mynd: Getty Images
Ezri Konsa.
Ezri Konsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ezri Konsa varnarmaður enska landsliðsins segir að fjölskyldumeðlimir og vinir leikmanna hafi orðið fyrir 'fljúgandi bjórglösum' sem var kastað úr öllm áttum eftir markalaust jafntefli gegn Slóveníu.

Bjórar eru seldir í sérstökum plastglösum á EM og var glösum beint að Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands í mótmælum eftir leikinn gegn Slóveníu.

Konsa segir að vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna enska liðsins hafi orðið fyrir barðinu á glasaköstunum í því hólfi á vellinum þar sem þau voru samankomin.

Hann segir að einhverjir hafi fengið bjórglös í sig.

„Við fórum og skoðuðum stöðuna á okkar fólki. Það voru krakkar í stúkunni svo við gengum úr skugga um að það væri í lagi með alla," segir Konsa.

Mikil óánægja er með spilamennsku enska landsliðsins, þrátt fyrir að liðið hafi hafnað í toppsæti C-riðils og muni mæta Slóvakíu í 16-liða úrslitum á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner