PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Englandsmeistararnir hafa áhuga á Lucy Bronze
Lucy Bronze.
Lucy Bronze.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Chelsea hefur áhuga á að fá Lucy Bronze í sínar raðir en það er Sky Sports sem segir frá þessu.

Bronze mun mun yfirgefa Barcelona þegar samningur hennar rennur út á sunnudaginn.

Hún spilaði 70 leiki yfir tvö tímabil hjá Barcelona og vann tvo Evróputitla, tvo deildartitla og þrjá aðra bikara.

Bronze, sem leikur yfirleitt í stöðu hægri bakvarðar, hefur spilað 123 landsleiki fyrir England en áður en hún gekk í raðir Barcelona þá spilaði hún með Manchester City, Lyon, Sunderland, Everton og Liverpool.

Hin 32 ára gamla Bronze er á óskalista margra félaga en Chelsea er þar á meðal. Chelsea hefur orðið Englandsmeistari fimm ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner