Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Annar sigur Fjölnis í röð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 2 - 0 KH
1-0 Anna María Bergþórsdóttir ('46 )
2-0 Freyja Aradóttir ('67 )

Fjölnir vann KH, 2-0, í 2. deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi í gær.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Anna María Bergþórsdóttir sem kom Fjölni yfir strax á fyrstu mínútu í þeim síðari.

Freyja Aradóttir kom Fjölni í þægilega stöðu er hún gerði annað mark liðsins rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 2-0 Fjölni í vil sem var að vinna annan deildarleik sinn í röð og er nú með 12 stig í 7. sæti en KH í 5. sæti með 16 stig.
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 8 7 1 0 42 - 12 +30 22
2.    Völsungur 8 7 0 1 33 - 3 +30 21
3.    KR 7 5 2 0 25 - 6 +19 17
4.    Einherji 8 5 1 2 21 - 10 +11 16
5.    KH 8 5 1 2 16 - 11 +5 16
6.    ÍH 8 5 0 3 39 - 19 +20 15
7.    Fjölnir 7 4 0 3 24 - 12 +12 12
8.    Augnablik 7 3 0 4 17 - 18 -1 9
9.    Sindri 8 2 1 5 13 - 42 -29 7
10.    Álftanes 7 1 1 5 13 - 25 -12 4
11.    Smári 7 0 1 6 5 - 31 -26 1
12.    Dalvík/Reynir 7 0 1 6 8 - 37 -29 1
13.    Vestri 8 0 1 7 4 - 34 -30 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner