Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Godfrey fer til Atalanta
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Ben Godfrey er á leið til Atalanta frá Everton en kaupverðið nemur um 10 milljónum evra.

Sky Sports sagði frá því í dag að franskt félag og Atalanta væru búin að leggja fram tilboð í Godrey, en það var alltaf í forgangi hjá honum að fara til Ítalíu.

Atalanta og Everton hafa verið að ræða saman síðustu klukkutíma og er enska félagið reiðubúið að samþykkja tilboð sem nemur um 10 milljónum evra.

Þessi 26 ára gamli varnarmaður mun halda til Bergamó um helgina til að gangast undir læknisskoðun og í kjölfarið gera langtímasamning. Þetta segir Fabrizio Romano á X og lét frasann fræga „Here We Go“ fylgja með og eru því félagaskiptin því svo gott sem staðfest.

Everton er eitt af þeim félögum sem þurfa að selja leikmenn áður en mánuðurinn er úti til að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner