Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 14:09
Elvar Geir Magnússon
Gordon datt af fjallahjóli - Foden snýr aftur fyrir leikinn
Anthony Gordon er með ljótt sár á hökunni.
Anthony Gordon er með ljótt sár á hökunni.
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli enskra fjölmiðlamanna á æfingu enska landsliðsins að Anthony Gordon er með ljótt sár á hökunni og skrámur á nefinu og höndunum.

Komið hefur í ljós að Gordon datt af fjallahjóli þegar hann var að hjóla á sveitastígum í kringum æfingasvæði Englands í gær.

Þrátt fyrir óhappið virtist létt yfir Gordon á æfingunni í dag og hann gat tekið þátt af fullum krafti. Enska liðið býr sig undir að mæta Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum.

Declan Rice og Kieran Trippier æfðu hinsvegar ekki með hópnum í dag heldur voru í einstaklingsæfingum. Þá er Phil Foden farinn frá hópnum tímabundið af persónulegum ástæðum en kærasta hans er að fara að eignast þeirra þriðja barn.

Enskir fjölmiðlar segja að búist sé við því að Foden verði mættur aftur í hópinn fyrir leikinn á sunnudaginn.

Enska landsliðið hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir slæma spilamennsku og lágt skemmtanagildi. Það vann hinsvegar riðil sinn og komst í 16-liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner