Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varane er draumur Como
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Raphael Varane, fyrrum varnarmaður Manchester United, er efstur á óskalista Como á Ítalíu.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Cesc Fabregas er stjóri Como sem var að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina.

Fabregas er gríðarlega hrifinn af Varane og er það hans draumur að fá hann inn í hjarta varnarinnar hjá sér.

„Það eru mörg félög sem hafa áhuga, bæði í Evrópu og annars staðar. Þetta verður ekki auðvelt en Varane mun taka ákvörðun um framtíð sína fljótlega," segir Romano.

Hinn 31 árs gamli Varane hefur verið þrjú síðustu tímabil á Old Trafford og leikið 93 leiki síðan hann kom frá Real Madrid 2021.Þessi fyrrum landsliðsmaður Frakklands var hluti af United liðinu sem vann deildabikarinn 2023. Hann hefur átt stórkostlegan feril.

Como samdi nýverið við sóknarmanninn Andrea Belotti og ætlar greinilega að mæta með hörkulið til leiks á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner