PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um leðurjakkann: Mig langaði bara að stoppa þetta 'jinx'
Á hliðarlínunniá Kópavogsvelli í fyrra.
Á hliðarlínunniá Kópavogsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk eina spurningu á léttu nótunum í lok viðtalsins við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Stjörnunni í gær.

Arnar var spurður út í leðurjakkann sem hann var í, en hann hafði vakið umtal á samfélagsmiðlum á meðan leik stóð. Einhverjir vildu meina að hann væri að ögra Gunnari Birgissyni en Arnar og Gunnar vinna saman þessa dagana í kringum EM á RÚV.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 Víkingur R.

„Nei nei nei," sagði Arnar og hló. „Ég er vanalega ekki hjátrúarfullur maður, en ég hef verið í þessum helvítis jakka í tveimur leikjum og unnið hvorugan þeirra. Mig langaði bara að stoppa þetta 'jinx'. Það var eiginlega aðalástæðan. Svo lítur þetta helvíti vel út líka," sagði Arnar og brosti.



Athugasemdir
banner
banner
banner