PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Benrahma á leið til Lyon
Mynd: Getty Images
Said Benrahma, leikmaður West Ham, er á leið til franska félagsins Lyon fyrir 13 milljónir punda.

Benrahma var á láni hjá Lyon síðari hluta síðasta tímabils og átti Lyon möguleika á að gera skiptin varanleg.

Áætlanir Lyon voru alltaf að kaupa Benrahma en það tafðist eftir að félagið var sett í tímabundið félagaskiptabann. Því hefur nú verið aflétt og er verið að ganga frá helstu smáatriðum í kaupunum.

Gert er ráð fyrir því að Lyon gangi frá kaupunum um helgina og eins og áður segir mun félagið greiða 13 milljónir punda.

Benrahma mun því halda vegferð sinni áfram í Frakklandi, þar sem hann fór ferilinn, en utan Frakklands spilaði hann með Brentford og þrjú tímabil með West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner