PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 05:55
Elvar Geir Magnússon
EM um helgina - 16-liða úrslitin fara í gang
Florian Wirtz, leikmaður þýska landsliðsins.
Florian Wirtz, leikmaður þýska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Evrópumótsins fara í gang á morgun og þeim lýkur svo á þriðjudaginn.

Ítalía mætir Sviss í fyrsta leik 16-liða úrslitanna en ríkjandi meistarar voru nálægt því að komast ekki upp úr riðlinum. Jöfnunarmark Mattia Zaccagni gegn Króatíu á 98. mínútu bjargaði ítalska liðinu.

Það verður skemmtilegur kvöldleikur á laugardagskvöld þegar Þýskaland og Danmörk eigast við. Englendingar eiga svo leik á sunnudaginn.

16 liða úrslitin

Laugardagur 29 júní
16:00 Sviss - Ítalía
19:00 Þýskaland - Danmörk

Sunnudagur 30. júní
16:00 England - Slóvakía
19:00 Spánn - Georgía

Mánudagur 1. Júlí
16:00 Frakkland - Belgía
19:00 Portúgal - Slóvenía

Þriðjudagur 2. Júlí
16:00 Rúmenía - Holland
19:00 Austurríki - Tyrkland
Athugasemdir
banner
banner