PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Cross vill sjá Shaw og Mainoo koma inn í byrjunarlið Englands
John Cross hjá Daily Mirror.
John Cross hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cross vill sjá Mainoo byrja.
Cross vill sjá Mainoo byrja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, segist alls ekki búast við því að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands geri margar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Slóvökum í 16-liða úrslitum á sunnudag.

Mögulega verði það bara innkoma Kobbie Mainoo fyrir Conor Gallagher.

„Mainoo var virkilega góður í seinni hálfleiknum gegn Slóveníu. Hann virtist alltaf horfa fram völlinn og hjálpaði Englandi betur að ná stjórn á leiknum," segir Cross.

Hann segist þá vilja sjá tekna áhættu með standið á Luke Shaw og hann settur inn í bakvörðinn því það sé svo mikið ójafnvægi í liðinu án náttúrulegs vinstri bakvarðar.

„Kieran Trippier hefur staðið fyrir sínu en hann leitar alltaf inn og það hjálpar ekki Bellingham. Öll umræða um að Bukayo Saka gæti spilað vinstri bakvörð er fáránlegt. Horfið á tölfræðina hans. Hann er leikmaður ársins hjá enska landsliðinu og af hverjiu að taka lykilmann úr sinni stöðu?"

„Það er algjört lykilatriði fyrir England að ná því besta út úr Jude Bellingham og ég myndi halda trausti á bestu leikmennina. Það væri gaman að sjá Cole Palmer koma inn en ég held að hann verði frábær af bekknum."

Svona vill Cross sjá byrjunarlið Englands:
Pickford; Walker, Stones, Guehi, Shaw; Rice, Mainoo, Bellingham; Saka, Foden, Kane.
Athugasemdir
banner
banner