PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
„Planið er að ég klári tímabilið“
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason var ráðinn þjálfari KR tímabundið eftir að Gregg Ryder var látinn fara nýlega. Eftir jafntefli gegn Fylki í gær var Pálmi spurður að því hvort hann tæki bara einn leik í einu?

„Planið er að ég klári tímabilið, ég reikna með því," sagði Pálmi en KR hefur gert jafntefli í báðum leikjunum undir hans stjórn.

„Í rauninni teljum við að liðið sé í góðum höndum hjá Pálma. Hversu lengi það verður, verður bara að koma í ljós," sagði Páll Kristjánsson, formaður KR, við Fótbolta.net þegar tilkynnt var um þjálfarabreytingarnar.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Fylkir

Margir búast við því að Óskar Hrafn Þorvaldsson muni enda sem þjálfari KR eftir tímabilið en hann er í starfi bak við tjöldin hjá KR núna.

„Óskar er ráðgjafi knattspyrnudeildar og er búinn að segja það algjörlega skýrt frá upphafi að hann hafi ekki áhuga á því að taka við meistaraflokki. Það var engin pressa eða umræða um hann. Hann hefur ekki verið inn í myndinni núna til að taka við liðinu, þess vegna er Pálmi kallaður til," sagði Páll í áðurnefndu viðtali.

KR er í áttunda sæti Bestu deildarinnar en liðið mætir Stjörnunni í næsta leik.

„Við erum búnir að eiga einn góðan leik á móti þeim og einn mjög slæman leik á móti þeim á þessu tímabili. Vonandi verður þetta þannig að við eigum mjög góðan leik á móti þeim. Við verðum að undirbúa okkur vel fyrir þá, þetta er hörkulið og verður hrikalega erfiður leikur. Við þurfum að setjast niður núna og gera okkur klára fyrir þann leik," sagði Pálmi þegar hann var spurður út í komandi deildarleik.
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner