Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM í dag - Gestgjafarnir mæta Dönum
Þjóðverjar mæta Dönum
Þjóðverjar mæta Dönum
Mynd: EPA
16-liða úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi fara af stað í dag með tveimur leikjum.

Sviss og Ítalía mætast klukkan 16:00 á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Þjóðirnar hafa mæst 60 sinnum en Ítalir hafa unnið 29 leiki á meðan Sviss hefur aðeins unnið 7 sinnum. Þjóðirnar hafa gert jafntefli 24 sinnum.

Gestgjafar Þýskalands mæta Dönum klukkan 19:00 á Signal Iduna Park, heimavelli Borussia Dortmund. Þjóðirnar hafa mæst 28 sinnum og hafa Þjóðverjar unnið fimmtán þeirra. Danir hafa unnið átta leiki og þá hafa þjóðirnar gert fimm jafntefli.

Leikir dagsins:
16:00 Sviss - Ítalía
19:00 Þýskaland - Danmörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner