PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bendir til að ekkert verði úr skiptidíl Brighton og Leicester
Dewsbury-Hall langar til Chelsea
Kiernan Dewsbury-Hall.
Kiernan Dewsbury-Hall.
Mynd: EPA
Brighton náði í gær samkomulagi við Leicester um miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall en nú virðist stefna í það að ekkert verði af þeim skiptum.

Brighton bauð 25 milljónir punda og Jakub Moder í skiptum fyrir Dewsbury-Hall og náðist samkomulag á milli félaganna.

En Fabrizio Romano segir að það verði líklega ekkert af þessum skiptum þar sem Chelsea er að blanda sér í málið.

Dewsbury-Hall er mun spenntari fyrir Chelsea og langar honum að fara þangað.

Dewsbury-Hall var einn af bestu mönnum Leicester er liðið vann ensku B-deildina á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner