PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Voru alls ekki rétt undirbúnir fyrir þennan leik“
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport.
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lárus gagnrýnir Jökul þjálfara Stjörnunnar.
Lárus gagnrýnir Jökul þjálfara Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistarar Víkings unnu ákaflega sannfærandi sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gær 4-0. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport frá leiknum var talað um að Víkingar væru betri á öllum sviðum og í raun eins og þeir væru fleiri á vellinum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 Víkingur R.

„Það er í rauninni bara búið að vera eitt lið á vellinum. Víkingarnir slökktu í þeim mjög snemma leiks og stjórnuðu leiknum frá A til Ö. Það var mjög fljótt ljóst að það væri bara eitt lið," sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur, sem var alls ekki hrifinn af Stjörnunni.

„Báðir bakverðirnir hafa alls ekki litið vel út en það þýðir ekki að hengja bara þá. Þeir verða að fá aðstoð. Það verður að vera eitthvað plan að stoppa þetta."

Lárus segir Jökul Elísabetarson þjálfara Stjörnunnar hafa gert mistök með uppleggi sínu og gagnrýndi hann einnig fyrir viðbragðsleysi í leiknum sjálfum.

„Þeir voru alls ekki rétt undirbúnir undir þennan leik. Við getum alveg tekið fyrir leikmenn og stöður á vellinum. En ég vil horfa á þjálfarateymið," sagði Lárus í Tilþrifunum.

Þá hefur verið fjallað um að Stjarnan hafi viljað fá dæmda aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marksins en Lárus er ekki sammála Garðbæingum þar.

„Þetta er aldrei aukaspyrna. Óli Valur verður að vera ákveðnari, hann má ekki láta labba svona framhjá sér," sagði Lárus.

Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og situr í sjöunda sæti með sextán stig. Víkingur og Stjarnan mætast aftur á miðvikudaginn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, þá á heimavelli Víkings.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner