PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 09:53
Elvar Geir Magnússon
Foden mættur aftur eftir að hafa eignast sitt þriðja barn
Phil Foden landsliðsmaður Englands.
Phil Foden landsliðsmaður Englands.
Mynd: Getty Images
Phil Foden og unnusta hans hafa eignast son en það er þeirra þriðja barn. Enski landsliðsmaðurinn yfirgaf herbúðir landsliðsins á EM til að geta verið viðstaddur fæðinguna.

Nú hefur verið greint frá því að nýja barnið sé komið í heiminn og þessi 24 ára leikmaður sé mættur aftur í enska hópinn.

Foden hefur byrjað leiki Englands á EM hingað til en það á eftir að koma í ljós hvort hann verði látinn byrja gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitunum en spilað verður a´sunnudag.

Declan Rice og Kieran Trippier voru á einstaklingsæfingum í gær en æfðu ekki með hópnum. Samkvæmt Guardian er það hluti af álagsstýringu en Rice hefur spilað hverja einustu mínútu á mótinu til þessa.

Trippier var að glíma við kálfameiðsli en búist er við því að báðir leikmennirnir verði klárir í leikinn gegn Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner