Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Calafiori í banni gegn Sviss
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori, sem spilar fyrir Bologna, hefur slegið í gegn með ítalska landsliðinu á EM.

Hann verður hinsvegar ekki með gegn Sviss í 16-liða úrslitum á laugardag þar sem hann tekur út leikbann vegna tveggja áminninga.

Ítalskir fjölmiðlar gera ráð fyrir því að Gianluca Mancini, leikmaður Roma, muni koma inn í byrjunarliðið í hans stað.

Il Corriere dello Sport býst við því að Gianluca Scamacca komi einnig inn í liðið, í stað Mateo Retegui, og að Giacomo Raspadori verði settur á bekkinn fyrir Federico Chiesa.

Það er bara einn maður sem ræður og hann heitir Luciano Spalletti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner