Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   fim 27. júní 2024 22:35
Sölvi Haraldsson
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður illa. Við þurfum að fara að vinna á heimavelli. Við áttum meira skilið út úr þessu. Við vorum lélegir að hafa ekki fengið neitt út úr þessu.“ sagði Aron Sigurðarson, leikmaður KR eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Fylkir

KR komst tvisvar yfir en náðu samt ekki að vinna sem hlýtur að vera frústrerandi.

Það er ógeðslega pirrandi. Þetta eru léleg mörk sem við erum að fá á okkur, sérstaklega seinna markið. Þetta er mjög pirrandi.

Alltaf er verið að ræða um þessi klaufalegu mörk sem KR er að fá á sig. Hvað þarf að laga eða gera betur?

Við þurfum að verjast betur sem lið. Allt liðið gat varist miklu betur í öðru marki Fylkis. Það er einbeitingarleysi. Ég veit það ekki maður.

Pálmi og Bjarni hafa komið vel inn í hlutina segir Aron.

Ég er mjög ánægður með Pálma og Bjarna, þeir eru með áhugaverðar pælingar. Við gerðum mjög vel á móti Víking og mér fannst við gera vel stóran hluta af leiknum í dag. En það er ekki spurrt af því. Við þurfum að verjast betur. Við erum með þennan leik í teskeið í fyrri hálfleik, við eigum að vera meira en einu marki yfir. Við eigum að halda þetta út þegar við komumst yfir í seinna skiptið, og bæta í. Ekki að reyna að halda í einhverja forystu. Ef við hefðum unnið seinustu tvo leiki hefðum við kannski náð einhverju út úr þessu.“

Aron var spurður hvort að einn sigur gæti gefið KR-liðinu þann kraft sem það þarf til þess að fara á gott skrið í deildinni.

Það gerðist ekki síðast þegar við unnum FH og mættum svo Vestra hérna á heimavelli og gerðum jafntefli. Hann á að gera það. Við eigum samt ekki að vera að bíða eftir einhverjum sigri. Við eigum að gera þetta sjálfir. Mæta á æfingar og æfa vel, fá alvöru tempó á æfingum og taka það með okkur inn í leikinn. Það þarf ekkert alltaf að vera einhver sigurleikur. Þetta snýst svo bara um hausinn hjá okkur.“ sagði Aron.

Viðtalið við Aron í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner