Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Chelsea til í að galopna veskið fyrir Murillo?
Murillo.
Murillo.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að sýna Murillo, varnarmanni Nottingham Forest, áhuga en það er Telegraph sem greinir frá.

Enzo Maresca, nýr stjóri Chelsea, er mjög hrifinn af Murillo en verðmiðinn á honum er býsna hár.

Talið er að Forest vilji fá í kringum 70 milljónir punda fyrir Murillo.

Murillo var leikmaður ársins hjá Forest á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Corinthians í Brasilíu fyrir rúmar 11 milljónir punda síðasta sumar.

Chelsea lítur á hinn 21 árs gamla Murillo sem mjög spennandi kost og verður fróðlegt að sjá hvort Lundúnafélagið sé tilbúið að galopna veskið til að landa honum.
Athugasemdir
banner
banner