Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea í sambandi við Leicester vegna Dewsbury-Hall
Mynd: EPA
Chelsea hefur lýst yfir áhuga á því að fá Kieran Dewsbury-Hall frá Leicester CIty. Það er enski blaðamaðurinn David Ornstein sem greinir frá þessu á Athletic.

Enski miðjumaðurinn átti frábært tímabil með Leicester undir stjórn Enzo Maresca á síðustu leiktíð er liðið kom sér aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Maresca samdi við Chelsea í sumar og fá Dewsbury-Hall með sér til félagsins.

Athletic segir að Chelsea hafi verið í sambandi við Leicester síðustu daga, en þá kemur fram að Dewsbury-Hall myndi aðeins yfirgefa Leicester fyrir Chelsea.

Maresca telur hann henta frábærlega inn í leikkerfi Chelsea, en félagið hefur þó ekki lagt fram formlegt tilboð í þennan 25 ára gamla leikmann.

Athugasemdir
banner
banner
banner