PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gordon útskýrir hvernig hann slasaði sig - „Sem betur fer sá mig enginn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski landsliðmaðurinn Anthony Gordon datt á fjallahjóli á miðvikudag, fékk ljótt sár á hökuna og skrámur á nef og hendur. Hann var að hjóla á stígum í kringum æfingasvæði Englands.

Gordon sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og lýsti atburðarásinni.

„Þetta átti að vera endurheimt. Þetta var fallegur dagur, ætlaði að taka stutt myndband fyrir fjölskylduna, bara til að sýna hvað ég væri að gera. Áður en ég vissi af var andltiið á mér í jörðinni. Þetta eru nokkur sár, ekkert alvarlegt."

„Rafmagnshjólin eru auðvitað mun hraðari en heðfbundin hjól. Á Englandi er frambremsann hægra megin. Ég ætlaði að hægja á mér með bremsunni vinstra megin en hjólið hægði ekki bara á sér, heldur snarstoppaði og ég flýg tíu metra upp í loftið og lendi á hökunni,"
sagði Gordon sem gat brosað að þessu.

„Ég hélt bara áfram, kláraði hjólatúrinn. Þegar ég kom aftur á hótelið þurfti ég að sótthreinsa þetta, sá stingur var það versta við þetta. Sem betur fer sá mig enginn. Ég ætla aftur að hjóla, ég ætla ekki að láta þetta trufla mig. Þetta var fallegur dagur, ég bara eyðilagði hann fyrir mér," sagði Gordon léttur.


Athugasemdir
banner
banner