PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen æfði ekki með danska liðinu
Mynd: EPA
Christian Eriksen, lykilmaður danska landsliðsins, tók ekki þátt í æfingu liðsins í dag en Danir undirbúa sig fyrir 16-liða úrslitin á EM. Það er AFP sem greinir frá.

Danir mæta heimamönnum, Þjóðverjum, á morgun. Samkvæmt talsmanni danska sambandsins æfði Eriksen einn í dag.


Eriksen er 32 ára miðjumaður sem spilar með Manchester United á Englandi. Hann á að baki 133 landsleiki og hefur í þeim skorað 42 mörk.

Eriksen var í byrunarliðinu gegn Slóveníu, Englandi og Serbíu í riðlakeppninni. Hann skoraði eina mark liðsins í jafnteflinu gegn Slóvenum. Danir fóru áfram eftir þrjú jafntefli í C-riðli.
EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan
Athugasemdir
banner
banner
banner