PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Bold 
Verður Sverrir Ingi næsti fyrirliði Midtjylland?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henrik Dalsgaard yfirgaf Midtjylland núna í vor og samdi við AGF eftir að samningur hans rann út. Dalsgaard var fyrirliði dönsku meistaranna.

Midtjylland á eftir að velja nýjan fyrirliða en einn af líklegustu kostunum er landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason.

Sverrir var í hlutverki varafyrirliða seinni hluta síðasta tímabils og kemur sterklega til greina sem næsti frirliði danska liðsins.

Markvörðurinn Jonas Lössl er annað nafn sem er nefnt, en Thomas Thomasberg, þjálfari Midtjylland, hefur sagt að hann vilji frekar hafa utileikmann með bandið.

Þjálfarinn hefur ekki ákveðið hver verður fyrirliði en það mun koma í ljós í æfingaferðinni í Austurríki sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner