Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 18:19
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið KR og Fylkis: Óbreytt hjá KR - Benedikt Daríus kominn í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 19:15 hefst leikur KR og Fylkis í 12. umferð Bestu deildar karla. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús en það má finna þau hér að neðan.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Fylkir

KR-ingar, sem sóttu sterkt stig gegn Víkingum í Víkinni í seinustu umferð, gera engar breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Pálmi Rafn stýrði Vesturbæjarliðinu í þeim leik eftir að Gregg Ryder var látinn fara.

Fylkismenn töpuðu gegn FH á útivelli í seinasta leik en frá þeim leik gera þeir allt að þrjár breytingar á liðinu sínu. Emil Ásmundsson, Sigurbergur Áki og Orri Hrafn detta úr liðinu fyrir þá Orra Svein, Benedikt Daríus og Þórodd Víkingsson.


Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
Athugasemdir
banner
banner