PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jónas Grani kveður Aspetar og heldur til Freysa í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Grani Garðarsson sem starfað hefur sem sjúkraþjálfari á bæklunar og íþróttameiðslasjúkrahúsinu Aspetar í Doha í Katar er nú haldinn til Kortrijk í Belgíu þar em hann mun starfa sem yfirmaður meiðslamála (e. head of medical) hjá belgíska félaginu.

Frá þessu greinir Jónas Grani á facebook síðu sinni. Hann var í rúm átta ár í Katar.

„Á mánudaginn, 1. júlí, tek ég við sem yfirmaður meiðslamála (Head of Medical) hjá KV Kortrijk. Það er gríðarlega spennandi verkefni og er ég mjög þakklátur Freysa fyrir að gefa mér þetta tækifæri að komast aftur í boltann. Að hlusta á DNA-ið," segir m.a. í færslunni.

Jónas er fyrrum fótboltamaður, framherji sem uppalinn er hjá Völsungi en hann lék einnig með FH, Fram og Fjölni á ferli sínum og lauk ferlinum sem spilandi aðstoaðarþjálfari HK árið 20210. Hann starfaði svo sem sjúkraþjálfari FH áður en hann hélt til Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner