PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd á eftir De Ligt
Mynd: EPA
Manchester United er alvarlega að íhuga að leggja fram tilboð í hollenska miðvörðurinn Matthijs De Ligt, leikmann Bayern München í Þýskalandi. Athletic greinir frá.

Þessi 24 ára gamli miðvörður er sagður eitt af aðalskotmörkum United fyrir sumarið en félögin eiga þó eftir að ræða saman um varnarmanninn.

Erik ten Hag, stjóri United, þekkir vel til De Ligt en hann þjálfaði hann hjá Ajax áður en De Ligt var seldur til Juventus árið 2019.

Athletic segir að United sé að íhuga að leggja fram tilboð í varnarmanninn en það mun líklega ekkert gerast fyrr en eftir Evrópumótið. Samkvæmt þýskum miðlum vill Bayern fá að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir Hollendinginn.

United hefur þegar lagt fram tilboð í Jarrad Branthwaite, leikmann Everton. Tilboðið nemur um 45 milljónum punda, en Everton vill 70 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner