Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 10:47
Brynjar Ingi Erluson
West Ham reynir að fá Walker-Peters - Downes í hina áttina?
Mynd: EPA
West Ham og Southampton ræða nú saman um tvo leikmenn en Kyle Walker-Peters gæti verið á leið til Lundúna á meðan Flynn Downes færi í hina áttina.

Walker-Peters er 27 ára gamall bakvörður sem er uppalinn hjá Tottenham en hefur verið á mála hjá Southampton síðustu ár.

Hann átti stórkostlegt tímabil er Southampton komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en er líklegast á förum í sumar.

West Ham hefur átt í viðræðum við Southampton um kaup á varnarmanninum, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Flynn Downes, leikmaður West Ham, gæti þá farið í hina áttina, en Downes, sem er 25 ára gamall, eyddi einmitt síðustu leiktíð á láni hjá Southampton.

Samkvæmt Sky Sports eru viðræðurnar flóknar og gætu því félagaskiptin tafist í nokkra daga.
Athugasemdir
banner
banner