PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea til í að senda leikmann til Forest fyrir Murillo
Murillo.
Murillo.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur mikinn áhuga á Murillo, miðverði Nottingham Forest, og er samkvæmt Guardian tilbúið að bjóða leikmann upp í skiptum fyrir hann til að lækka verðmiðann.

Talið er að Forest vilji fá í kringum 70 milljónir punda fyrir Murillo.

Murillo var leikmaður ársins hjá Forest á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Corinthians í Brasilíu fyrir rúmar 11 milljónir punda síðasta sumar.

Chelsea lítur á hinn 21 árs gamla Murillo sem mjög spennandi kost en Guardian fjallar um það að Lundúnafélagið sé tilbúið að senda Trevoh Chalobah til Forest sem hluta af kaupunum.

Það verður hins vegar að koma í ljós hvort að Chalobah sé tilbúinn að fara til Forest. Hann er 24 ára gamall miðvörður sem kom við sögu í 17 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner