Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 11:32
Brynjar Ingi Erluson
Mary Earps farin frá Man Utd (Staðfest)
Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps hefur yfirgefið Manchester United en þetta staðfesti félagið með tilkynningu í dag.

Earps, sem er talin ein sú besta í heiminum, varð samningslaus eftir tímabilið.

Man Utd og Earps voru lengi vel í viðræðum um nýjan samning en aðilarnir náðu ekki saman.

Félagið greindi frá því í dag að Earps væri farin frá félaginu, en samkvæmt Le Parisien er hún á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Earps verður launahæsti markvörður kvennafótboltans en búist er við að hún skrifi undir hjá PSG á næstu dögum.

Hún á að baki 50 landsleiki fyrir England og vann meðal annars Evrópumótið fyrir tveimur árum og komst þá í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner