PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 28. júní 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var algjör liðssigur. Ég talaði um það eftir síðasta heimaleik að við þyrftum að fá fólkið með okkur og við fundum fyrir því í dag," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í kvöld.

„Þetta er fallegur dagur í Krikanum og æðislegt að geta tekið þrjú stig í kvöld."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Sól, sumarkvöld og þrjú stig í mikilli stemningu. Gerist þetta betra?

„Nei, eiginlega ekki. Það er skemmtilegra að spila en að standa á hliðarlínunni, en þetta var bara geggjaður dagur. Fyrirliðinn okkar var í banni en menn stigu upp. Það tökum við úr þessu, hvernig við unnum leikinn og hvernig við spiluðum sem lið. Núna þurfum við að ná mönnum niður. Þetta er 'standardinn' sem við erum búnir að setja og verðum að halda svona áfram."

Það var mikill kraftur í FH-liðinu og stuðningurinn í stúkunni var virkilega góður.

„Við erum með gott fótboltalið og vorum að spila gegn Breiðabliki sem er frábært fótboltalið. Við sáum það á skiptunum sem þjálfari Blika henti í, fjórfalda skiptingu. En þetta er okkar heimavöllur og hér eigum við að vinna. Við gerðum það í kvöld. Það voru allir að vinna fyrir liðið," sagði Kjartan Henry.

„Ég gæti nefnt alla í liðinu, þetta var geggjaður sigur. Þetta eru alltaf sætustu sigrarnir - það er engin klisja - 1-0 sigrar þar sem allir eru að deyja fyrir hvorn annan. Það er góð stemning í klefanum eins og staðan er í dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner