„Þetta var algjör liðssigur. Ég talaði um það eftir síðasta heimaleik að við þyrftum að fá fólkið með okkur og við fundum fyrir því í dag," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í kvöld.
„Þetta er fallegur dagur í Krikanum og æðislegt að geta tekið þrjú stig í kvöld."
„Þetta er fallegur dagur í Krikanum og æðislegt að geta tekið þrjú stig í kvöld."
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Breiðablik
Sól, sumarkvöld og þrjú stig í mikilli stemningu. Gerist þetta betra?
„Nei, eiginlega ekki. Það er skemmtilegra að spila en að standa á hliðarlínunni, en þetta var bara geggjaður dagur. Fyrirliðinn okkar var í banni en menn stigu upp. Það tökum við úr þessu, hvernig við unnum leikinn og hvernig við spiluðum sem lið. Núna þurfum við að ná mönnum niður. Þetta er 'standardinn' sem við erum búnir að setja og verðum að halda svona áfram."
Það var mikill kraftur í FH-liðinu og stuðningurinn í stúkunni var virkilega góður.
„Við erum með gott fótboltalið og vorum að spila gegn Breiðabliki sem er frábært fótboltalið. Við sáum það á skiptunum sem þjálfari Blika henti í, fjórfalda skiptingu. En þetta er okkar heimavöllur og hér eigum við að vinna. Við gerðum það í kvöld. Það voru allir að vinna fyrir liðið," sagði Kjartan Henry.
„Ég gæti nefnt alla í liðinu, þetta var geggjaður sigur. Þetta eru alltaf sætustu sigrarnir - það er engin klisja - 1-0 sigrar þar sem allir eru að deyja fyrir hvorn annan. Það er góð stemning í klefanum eins og staðan er í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir