PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár í leit að nýju félagi - „Ég lít á þetta frekar sem hvatningu"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir og Hildur Antonsdóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég lít á þetta frekar sem hvatningu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, um stöðu þeirra leikmanna sem eru að leita sér að félagsliði fyrir komandi landsleikjaglugga.

Hildur Antonsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru allar í leit að nýju liði fyrir næsta glugga sem verður mjög mikilvægur en Þorsteinn lítur ekki á það sem truflun fyrir leikmennina.

„Þær munu leggja allt í þetta þar sem þessi gluggi getur líka skipt máli fyrir þær upp á það ef þær spila vel þá eykur það líkurnar á því að góð félög fari að skoða þær. Það er hvatning fyrir þær frekar en eitthvað neikvætt fyrir okkur. Þær vita að það er verið að fylgjast með þeim og þetta getur gefið þeim möguleika á góðum samningi í framhaldinu," sagði Þorsteinn.

„Ég myndi auðvitað vilja að þær voru komnar góðan samning hjá fínu liði en þetta er bara staðan. Það er bara þeirra núna að nota þessa tvo leiki til að sýna sig og sanna."

Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí, en þetta eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025.

Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum.

Sáttur við það
Það var tilkynnt á dögunum að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er lykilkona í landsliðinu, myndi taka annað tímabil á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern München.

„Ég er mjög sáttur við það. Þegar hún fór á sínum tíma til Leverkusen þá fannst mér þetta gott skref fyrir hana, skref sem hún þurfti að taka. Sú þróun sem hefur verið á henni síðustu níu mánuði hefur verið góð og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram," sagði Steini.

„Það hjálpar okkur mikið að hún sé að spila reglulega og geti spilað tvo landsleiki með skömmu millibili í 90 mínútur. Þegar hún var að spila lítið hjá Bayern þá var erfitt fyrir hana að spila tvo landsleiki með skömmu millibili. Hún fer léttilega í gegnum það í dag."

Karólína fékk stórt tækifæri með Leverkusen á síðasta tímabili og var einn öflugasti leikmaður þýsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner