PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís að komast í gang - Alltaf pælingar með Áslaugu Mundu
Icelandair
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er enginn nátturulegur vinstri bakvörður í íslenska landsliðshópnum fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM 2025. Rétt eins og var í síðasta hóp líka.

Guðrún Arnardóttir leysti stöðu vinstri bakvarðar í síðasta verkefni og gerði það vel, þá sérstaklega í seinni leiknum gegn Austurríki þar sem hún var frábær.

Sædís Rún Heiðarsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hafa báðar leyst stöðu vinstri bakvarðar eftir að Hallbera Guðný Gísladóttir lagði skóna á hilluna, og eru þær báðar mjög spennandi kostir.

En hvorug þeirra er í hópnum núna. Sædís, sem spilar með Vålerenga í Noregi, er að stíga upp úr meiðslum.

„Sædís er að komast í gang og þeir í Vålerenga ætla að koma henni hægt og rólega inn í þetta. Þau treysta því ekki að fóturinn hennar sé það klár í 90 mínútur að hún geti farið að taka þátt í landsleikjum sem er töluvert meiri ákefð í en deildarleikjum í Noregi. Það er töluverður munur þarna á milli. Við erum að fara að spila gegn Þýskalandi sem er eitt besta landslið í heimi. Ég ákvað það að gefa henni lengri tíma til að ná sér," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Áslaug Munda hefur verið að spila með Breiðabliki í sumar, en hefur verið inn og út úr liðinu þar. Hún er að glíma við eftirköstin af slæmu höfuðhöggi.

„Það eru alltaf pælingar með Áslaugu Mundu en staðan á henni núna er bara ekki góð. Hún spilaði leikum daginn gegn Víkingi og var ekki með í síðasta leik vegna veikinda. Hún hefur ekki náð samfellu í því að koma sér af stað. Hún var ekki klár í það að taka þátt í þessu," sagði Þorsteinn en þær eru báðar virkilega öflugar.
Athugasemdir
banner
banner
banner