PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið EM til þessa - Þekktir kappar í bland við nýjar stjörnur
Nico Williams hefur verið frábær með spænska liðinu.
Nico Williams hefur verið frábær með spænska liðinu.
Mynd: EPA
Mikautadze er markahæstur á mótinu.
Mikautadze er markahæstur á mótinu.
Mynd: EPA
Evrópumótið hefur fært okkur falleg mörk með langskotum og óheppileg sjálfsmörk. Riðlakeppnin er að baki og á morgun fara 16-liða úrslitin af stað.

Matt Barlow íþróttafréttamaður Daily Mail setti saman úrvalslið Evrópumótsins hingað til, þar má finna þekkt nöfn í bland við nýjar stjörnur sem hafa orðið til á mótinu.

Þar á meðal er georgíski sóknarmaðurinn Georges Mikautadze sem spilar fyrir Metz í Frakklandi og er kominn með þrjú mörk á mótinu. Georgía á tvo fulltrúa í úrvalsliðinu því þar er einnig markvörðurinn Giorgi Mamardashvili.

Riccardo Calafiori varnarmaður Ítalíu og Bologna er í liðinu og einnig Nico Williams vængmaður Athletic Bilbao og Spánn sem hefur verið stórskemmtilegur og heillað marga.


EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner